Verktakar taki þátt í kostnaði

Laugavegur 120. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta þessu húsi …
Laugavegur 120. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta þessu húsi í hótel. Við hlið þess mun rísa viðbygging. mbl.is/Þórður

Verk­tak­ar og fjár­fest­ar sem fá út­hlutað aukið bygg­ing­ar­magn vegna breyt­inga á deili­skipu­lagi gætu fram­veg­is þurft að taka þátt í kostnaði sem fell­ur á Reykja­vík­ur­borg vegna slíkra breyt­inga.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál­efni í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar lagði fram bók­un þessa efn­is í fyrra­dag og var til­efnið samþykkt þess á breyttu deili­skipu­lagi Lauga­veg­ar 120. Þar sagði m.a.:

„Oft­ar en ekki heim­ila breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi aukn­ar bygg­ing­ar­heim­ild­ir lóðar­hafa og þar með eykst verðmæti lóðar veru­lega. Því er nauðsyn­legt að borg­in setji sér regl­ur og gjald­skrá fyr­ir þannig breyt­ing­ar. Þess þarf þó að gæta að slíkt gjald hafi ekki áhrif á ein­stak­linga sem hyggj­ast ráðast í eðli­leg­ar end­ur­bæt­ur og hóf­leg­ar stækk­an­ir íbúðar­hús­næðis, til hags­bóta fyr­ir sig og sína fjöl­skyldu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert