Hvít jól í kortunum?

Ef marka má lang­tímaspá norsku veður­stof­unn­ar verður frost á Fróni næstu daga og hvít jól í ár. Í dag nær spá­in fram að há­degi á aðfanga­dag.

Aðeins ein rauð tala, hiti yfir frost­marki, er á kort­inu og ekki út­lit fyr­ir að nái að hlána þannig að snjór­inn hverfi á braut.

Þegar litið er til aðfanga­dags, 24. des­em­ber næst­kom­andi, verður um tíu stiga frost í Reykja­vík og um 7 m/​sek. Á Ak­ur­eyri verður jafn­vel enn kald­ara.

Þess ber þó að geta að enn eru tíu dag­ar í aðfanga­dag og ekki víst að lang­tímaspár gangi eft­ir.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert