Ef marka má langtímaspá norsku veðurstofunnar verður frost á Fróni næstu daga og hvít jól í ár. Í dag nær spáin fram að hádegi á aðfangadag.
Aðeins ein rauð tala, hiti yfir frostmarki, er á kortinu og ekki útlit fyrir að nái að hlána þannig að snjórinn hverfi á braut.
Þegar litið er til aðfangadags, 24. desember næstkomandi, verður um tíu stiga frost í Reykjavík og um 7 m/sek. Á Akureyri verður jafnvel enn kaldara.
Þess ber þó að geta að enn eru tíu dagar í aðfangadag og ekki víst að langtímaspár gangi eftir.