Ekki verður betur séð en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hnýti í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í nýjustu færslu á Facebook-síðu hans.
„Fór á jólaball þar sem mikill fjöldi leikskólabarna skemmti sér innilega við söng og dans. Gluggagægir og Stúfur mættu galvaskir til að leiða sönginn en þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ segir hann.
Orð Lífar Magneudóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri grænna, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkuborgar og varaformaður skóla- og frístundaráðs, um heimsóknir grunnskólabarna í kirkjur að aðventunni vöktu athygli í vikunni.
Hér má sjá fréttir mbl.is um málið.
Háværir minnihlutahópar taki ekki völdin.
Segir heimsóknina í samræmi við reglur.
Líf gagnrýnir heimsókn í kirkju.