Stefán Máni er á nýjum slóðum

Stefán Máni
Stefán Máni Morgunblaðið/Golli

Litlu dauðarn­ir er nýj­asta skáld­saga Stef­áns Mána en þar seg­ir hann sögu manns sem reyn­ir að bjarga sér og fjöl­skyldu sinni úr vand­ræðum en kem­ur þá öll­um í enn meira kland­ur.

„Að mörgu leyti er þessi bók ólík mín­um fyrri bók­um,“ seg­ir Stefán Máni.„Aðal­per­són­an er hvorki glæpa­maður né lögga held­ur einn af okk­ur. Þetta er ekki eig­in­leg glæpa­saga en samt spennu­bók. Mig langaði til að skrifa spenn­andi sögu án þess að það væri mikið verið að drepa og meiða. Drif­kraft­ur­inn í sög­unni er and­legri og sál­fræðilegri en of­beldi og hryll­ing­ur.“

Ertu ekki sam­mála því að það megi greina póli­tísk­an tón í þess­ari bók?

„Ég fer inn á þær braut­ir því þarna eru umræður um sam­fé­lagið og öfl­in í sam­fé­lag­inu. Ég er alls ekki flokk­spóli­tísk­ur en þar sem ég bý í þessu sam­fé­lagi hef ég skoðanir á því. En ég er ekki vak­inn og sof­inn á net­inu að segja álit mitt og ríf­ast. Mig lang­ar ekki þangað.“

Þú ert að taka vissa áhættu með því að vera á nýj­um slóðum sem rit­höf­und­ur. Finnst þér þessi áhætta hafa borgað sig?

„Í sjálfu sér er ekki hægt að spyrja fyrr en að leiks­lok­um en mér finnst áhætt­an hafa borgað sig. Það hefði verið auðvelt og fyr­ir­sjá­an­legt að gera það sama og síðast en mig langaði alls ekki til þess. Mér fannst spenn­andi að taka þessa áhættu og nauðsyn­legt að stíga út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og gera eitt­hvað nýtt. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá les­end­um mín­um. Það get­ur vel verið að ein­hverj­ir vilji fá sín morð og viðbjóð en ég held að marg­ir sem eru ekki fyr­ir morð og hryll­ing og hafa ekki lagt í að lesa bæk­urn­ar mín­ar muni lesa þessa bók.“

Ertu far­inn að huga að næstu bók?

Já, það er óhjá­kvæmi­legt. Það er ekki nema ár í næstu jól. Ég ætla að vera með ung­linga­bók í vor, fram­hald af Úlfs­hjarta sem kom út fyr­ir ör­fá­um árum. Úlfs­hjarta er les­in í skól­um og er mjög vin­sæl. Ég fæ sterk viðbrögð frá ung­ling­um og ekki síst frá for­eldr­um sem eru him­in­lif­andi af því að ung­ling­ur­inn þeirra er allt í einu far­inn að lesa. Strák­ar sem eru yf­ir­leitt treg­ir til að lesa eru farn­ir að biðja um bók í jóla­gjöf. Þannig að mér renn­ur blóðið til skyld­unn­ar og hlakka til að koma með fram­haldið. Næsta haust verð ég svo með bók, stóra spurn­ing­in er hvort Hörður Gríms­son verði þar per­sóna. Hann mun snúa aft­ur en ég get samt ekki lofað að það ger­ist næsta haust.“

Hvernig finnst þér að taka þátt í jóla­bóka­slagn­um?

„Það er líf­legt og skemmti­legt, en um leið stress­andi og tek­ur á taug­arn­ar. Ég er á þeyt­ingi að lesa upp og fer í viðtöl og þarf að yf­ir­gefa þæg­inda­hring heim­il­is­ins og skrif­stof­unn­ar. Ég hlakka til að leggj­ast upp í sófa á aðfanga­dag með góða bók og slaka á.“

Ertu bú­inn að ákveða hvaða bók það verður?

„Nei, það fer eft­ir því hvað ég verð hepp­inn með jóla­gjaf­ir. Siggi Páls væri til dæm­is góður sófanaut­ur.“

Ertu bú­inn að lesa eitt­hvað af jóla­bók­un­um?

Ég er bú­inn að lesa Gyrði, les all­ar hans bæk­ur og er stór­hrif­inn af þeim. Hann er frá­bær stílisti með ríkt ímynd­un­ar­afl og það er gef­andi að lesa bæk­ur hans.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert