Ekkert ferðaveður

Það er ekkert ferðaveður á Norðausturlandi og Austurlandi
Það er ekkert ferðaveður á Norðausturlandi og Austurlandi

Ekkert ferðaveður verður á Norðaustur- og Austurlandi í dag en stormur er á svæðinu allt frá Skjálfanda austur á Austfirði með tilheyrandi éljagangi og snjókomu. Nánast allir vegir eru ófærir á þessum slóðum og óljóst hvenær verður hægt að ryðja. Þeir sem hyggja á ferðalög í dag ættu að kanna færð og veður hjá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Fimbulkuldi er á landinu öllu. Sjá veðurvef mbl.is

Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekkert útlit sé fyrir að það fari að lægja á þessum slóðum fyrr en seint í kvöld en það verður ágætt veður á Norður- og Austurlandi í nótt en á morgun er von á nýjum stormi að suðaustan 13-23 m/s á öllu landinu.

Sjá einnig frétt mbl.is: Sjáðu lægðina „í beinni“

Að sögn Teits fylgir snjókoma storminum en þar sem það fer að hlýna um tíma á morgun má búast við að það bloti syðst. Annað kvöld er spá hægari suðvestanátt og éljagangi. 

Talsvert frost er á landinu öllu, sama hvort það er inn til landsins eða niður við sjó. Nefnir Teitur Garðskaga en þar er nú fjögurra stiga frost. 

Frá Vegagerðinni á tíunda tímanum í gærkvöldi:

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, Sandsskeiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Suðurnesjum.  Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Þæfingur og snjóþekja er á Suðurstrandavegi.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja og eitthvað um skafrenning.

Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og éljagangur mjög víða.

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja og skafrenningur. Ófært er á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi. Þæfingur og skafrenningur er á Vatnsskarði og á  Öxnadalsheiði.

Norðaustur- og Austurlandi er ófært eða þungfært á öllum leiðum.

Á Suðausturlandi er ófært frá Djúpavogi að Höfn en þaðan er hálka og skafrenningur til Reykjavíkur.

Veðurspá fyrir næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustan 13-20 m/s á Vestfjörðum og snjókoma. Mun hægari breytileg átt annars staðar og víða él. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:
Norðaustan 15-23 m/s NV-til, en 5-10 S- og A-lands. Snjókoma N-til, en þurrt að kalla S-lands. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Minnkandi norðlæg átt. Dálítil él á N- og A-landi, annars bjartviðri. Frost 2 til 10 stig, kaldast í uppsveitum SV-til.

Á laugardag:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt með éljum, en úrkomulítið N-lands. Frost 2 til 12 stig, mest í innsveitum á NA-verðu landinu.

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt, él á víð og dreif og áfram kalt í veðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert