Gunnar Bragi fylgir í fótspor Emmu Watson

Umræðan á rakarastofunni verður flutt inn í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna …
Umræðan á rakarastofunni verður flutt inn í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna um miðjan janúar. AFP

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra fylg­ir í fót­spor bresku leik­kon­unn­ar Emmu Wat­son með ráðstefnu þar sem karl­ar ræða um jafn­rétti.

Í viðtali við Tel­egraph seg­ir Gunn­ar Bragi að Emma Wat­son hafi sett bolt­ann af stað og hann fylgi í henn­ar fót­spor. Þegar hún hafi ávarpað Sam­einuðu þjóðirn­ar um hlut­verk karla í jafn­rétt­is­mál­um hafi heim­ur­inn hlýtt á. Þar vís­ar Gunn­ar Bragi til her­ferðar sem Wat­son setti af stað, HeForS­he, sem snýst um að virkja karl­menn í mót­mæl­um gegn kynjam­is­rétti. 

Her­ferðin er eðli­legt fram­hald af her­ferð Ang­el­inu Jolie og Williams Hagu­es þar sem bar­ist er gegn nauðgun­um á átaka­svæðum.

Gunn­ar Bragi mun standa fyr­ir rak­ar­aráðstefn­unni svo­nefndu í New York 14.-15. janú­ar þar sem karl­ar verða fengn­ir til þess að ræða hvað það þýðir að vera karl eða kona árið 2015.

Gunn­ar Bragi seg­ir í viðtali við Tel­egraph að á ráðstefn­unni verði fjallað um jafn­rétti kynj­anna og of­beldi gagn­vart kon­um. Þar verði rætt um það sem ger­ist á rak­ara­stof­um og bún­ings­klef­um. Það sem strák­ar tala um - stjórn­mál, stelp­ur, seg­ir hann. Með ráðstefn­um sem þess­ari sé hægt að breyta hug­ar­fari og staðal­mynd­um sem eru kannski í höfði karla gagn­vart kon­um. 

Vilj­um færa rak­ara­stof­una í stærra her­bergi

Grein­in í Tel­egraph

Emma Watson
Emma Wat­son AFP
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka