Sykurgjaldið styrki heilbrigðiskerfið

Umræður standa nú yfir á Alþingi.
Umræður standa nú yfir á Alþingi. mbl.is/Ómar

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar auk Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, munu leggja fram sameiginlega breytingartillögu við þriðju umræðu á tekjuöflunarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar í tengslum við fjárlagafrumvarpið, sem nú stendur yfir. Tillagan gerir ráð fyrir að gjald á sykraðar vörur verði ekki afnumið um áramótin heldur haldist óbreytt og nefnist héðan í frá „sykurgjald“.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa sent.

Fram kemur, að lagt sé til að tekjur sem hljótist af áframhaldandi gjaldi á sykraðar vörur, um þrír milljarðar króna, verði nýttir í uppbygging í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Tekjur af gjaldinu verði einnig nýttar til að sporna gegn þeim auknum lyfjakostnaði sjúklinga í S-merktum lyfjum sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert