Bankakerfið virðist lokaðra fyrir konum en körlum og því er þörf á sérstökum lánatryggingasjóði fyrir konur.
Þetta segir Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Svanna, sem er lánatryggingasjóður kvenna í eigu Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.
Sjóðurinn veitir lánatryggingar, ráðgjöf og handleiðslu til fyrirtækja kvenna og undir stjórn kvenna í samstarfi við Landsbankann. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að framlengja starfstíma Svanna og nú er beðið eftir svari ráðuneytanna tveggja um framhaldið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.