Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt verulega við sig fylgi á milli mánaða samkvæmt skoðanakönnun MMR. Fylgi við hann mælist nú 29,4% en var 25,4% í síðustu könnun fyrirtækisins. Fylgi Framsóknarflokksins dregst hins vegar aðeins saman. Mælist nú 11% samanborið við 11,8% í síðasta mánuði. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst aðeins og er 37,3% miðað við 36,4% í síðustu könnun.

Fylgi Bjartrar framtíðar er 16,2% en var 15,5% síðast. Fylgi Samfylkingarinnar er nánast jafnmikið og fylgi Bjartar framtíðar eða 16,2% og minnkar aðeins frá síðustu könnun þegar það var 16,5%. Píratar mælast með 11,4% miðað við 10.6% síðast og fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er 10,4% miðað við 11,2% í síðustu könnun. Fylgi við aðra flokka er innan við 2%. VG mælist þannig með minnst fylgi þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 9.-16. desember 2014.

Nánar um skoðanakönnunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert