„Töluvert svigrúm“ til lækkunar

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Olíuverð hélt áfram að lækka í gær og fór verðið á Brent-hráolíu undir 60 Bandaríkjadali á tunnuna. Hefur verðið ekki verið lægra síðan um mitt árið 2009.

Í greiningu Íslandsbanka er bent á að margir sérfræðingar telji að verðið muni haldast í kringum 60 dali á tunnuna. Ekki sé þó útilokað að verðið lækki enn frekar, náist ekki samstaða á meðal OPEC-ríkjanna um að draga úr framleiðslu.

Leiða megi leiða líkur að því að enn sé töluvert svigrúm til lækkunar á eldsneytisverði á Íslandi. Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að lágt olíuverð muni hafa nokkur áhrif á afkomu ferðaþjónustunnar, sem er mikilvægasta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarbúsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert