Enginn skortur á húsnæði á Íslandi

Aðgangur að öruggu húsnæði er eitt af lykilmálum komandi kjaraviðræðna.
Aðgangur að öruggu húsnæði er eitt af lykilmálum komandi kjaraviðræðna. mbl.is/RAX

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sú krafa ASÍ að laun þeirra lægst launuðu hækki mikið í komandi kjarasamningum muni „ekki leiða til annarrar niðurstöðu en alltaf hefur verið, þ.e. að verðbólga taki verulega við sér á ný“.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, setti fram þá úrslitakosti í Morgunblaðinu í gær að lægstu laun hækki mikið, eða að ráðist verði í átak til að tryggja hinum lægst launuðu öruggt húsnæði, annars verði látið sverfa til stáls og boðað til verkfalla í vor.

Þorsteinn segir að verðbólguáhrif mikilla launahækkana myndu ekki draga úr húsnæðisvanda efnalítilla. SA séu sammála ASÍ um að þetta sé brýnt úrlausnarefni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert