Leit að Þorleifi hætt

Þorleifur Kristínarson hefur verið saknað frá því um síðustu helgi.
Þorleifur Kristínarson hefur verið saknað frá því um síðustu helgi. Skjáskot af nordjyske.dk

Leit að hinum tvítuga Þorleifi Kristínarsyni sem hefur verið saknað síðan á laugardagsmorgun hefur verið hætt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norður-Jótlandi.

Á öryggismyndbandi frá höfninni í Frederikshavn sést maður sem talinn er vera Þorleifur klifra yfir öryggisgrindverk og er hann því talinn hafa fallið í sjóinn við höfnina. Hans hefur verið leitað með bátum með ratsjá við höfnina síðastliðna daga en sú leit hefur ekki borið árangur.

Leit á svæðinu er erfið vegna hafstrauma auk þess sem mikil umferð báta og skipa er á svæðinu. Engar líkur eru taldar á því að finna Þorleif á lífi og hefur leit formlega verið hætt.

Sjá frétt mbl.is: Leita Þorleifs í höfninni

Sjá frétt mbl.is: Íslend­ing­ur­inn tal­inn lát­inn

Sjá frétt mbl.is: Leit að Þor­leifi frestað

Sjá frétt mbl.is: Leitað að Íslend­ing­i í Dan­mörku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert