Leit að hinum tvítuga Þorleifi Kristínarsyni sem hefur verið saknað síðan á laugardagsmorgun hefur verið hætt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norður-Jótlandi.
Á öryggismyndbandi frá höfninni í Frederikshavn sést maður sem talinn er vera Þorleifur klifra yfir öryggisgrindverk og er hann því talinn hafa fallið í sjóinn við höfnina. Hans hefur verið leitað með bátum með ratsjá við höfnina síðastliðna daga en sú leit hefur ekki borið árangur.
Leit á svæðinu er erfið vegna hafstrauma auk þess sem mikil umferð báta og skipa er á svæðinu. Engar líkur eru taldar á því að finna Þorleif á lífi og hefur leit formlega verið hætt.
Sjá frétt mbl.is: Leita Þorleifs í höfninni
Sjá frétt mbl.is: Íslendingurinn talinn látinn
Sjá frétt mbl.is: Leit að Þorleifi frestað
Sjá frétt mbl.is: Leitað að Íslendingi í Danmörku