Frumflytja heiðið jólalag á sólstöðum

Ásatrúarmenn fagna vetrarsólstöðum á sunnudaginn í Öskjuhlíð.
Ásatrúarmenn fagna vetrarsólstöðum á sunnudaginn í Öskjuhlíð. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Heiðið jóla­lag verður frum­flutt í tengsl­um við jóla­blót Ása­trú­ar­fé­lags­ins á sunnu­dag­inn, en þá eru vetr­ar­sól­stöður. Blótið hefst á lóð fé­lags­ins í Öskju­hlíð og síðan munu fé­lags­menn ganga til veislu. 

Að sögn Halls Guðmunds­son­ar, lög­sögu­manns (for­manns Lögréttu, stjórn­ar fé­lags­ins), verður blótið helgað af alls­herj­argoða. Um er að ræða lát­lausa at­höfn með stuttu ávarpi og er orðið frjálst eft­ir það. „Fólk get­ur lyft horni og drukkið heill goða og manna,“ seg­ir Hall­ur í sam­tali við mbl.is.

Í beinu fram­haldi af blót­inu koma fé­lags­menn sam­an, borða góðan mat og fylgj­ast með skemmti­atriðum. „Fólk ger­ir sér glaðan dag og fagn­ar hinum heiðnu jól­um, því að nú sé sól að rísa á ný,“ seg­ir Hall­ur. Einnig sjá börn­in um svo­kallaða ljósa­at­höfn.

Flest jóla­lög­in vís­un í krist­inn sið

Í jóla­blót­veisl­unni verður einnig frum­flutt heiðið jóla­lag. „Okk­ur langaði svo að koma upp eig­in jóla­lög­um. Þau eru felst, en þó ekki öll, vís­un í krist­inn sið. Það er vissu­lega gott en okk­ur vantaði okk­ar eig­in lög,“ seg­ir Hall­ur. „Við von­umst til þess að með þessu vakni smá sköp­un­ar­kraft­ur hjá fleiri meðlim­um eða hjá þess­um höf­und­um.“

Text­inn er sam­inn upp úr Skírn­is­mál­um úr Eddu­kvæðunum en kvæðið hef­ur orðið að nokk­urs kon­ar jóla­sögu fé­lags­ins. Hér má sjá text­ann við jóla­lagið en hann er sung­inn við þjóðlagið Góða veislu gjöra skal eft­ir Teresu Dröfn Njarðvík.

Góða veislu gjöra skal,
gleðjumst vér í nátt,
hækk­ar sól á himni
og hverf­ur myrkrið brátt.

Viðlag

Svo sól­in hækka fer,
leng­ist ljósið smátt,
græðist grund þá væn­um lauk
og ein finnst grátt

Viðlag

Forðum hann Freyr ástar­hug
felldi Gerðar til.
Sendi í för Skírni,
„Seg henni hvað ég vil“

Viðlag

Fékkst brúður með for­töl­um,
fékkst að lok­um á,
„eft­ir næt­ur níu að Barra
njót­umst þá“.

Heimasíða Ása­trú­ar­fé­lags­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert