Hollenska lögreglan handtók íslenska konu á fertugsaldri á Schiphol-flugvelli í Amsterdam sl. sunnudag. Konan var með 300 grömm af MDMA falin á sér. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.
Fram kemur að ekki hafi verið upplýst hvort konan hafi verið með efnin innvortis eða falin í farangri sínum. Fréttablaðið segir að upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Amsterdam hafi staðfest að konan hafi verið handtekin og leidd fyrir dómara 17. desember sl. sem úrskurðaði hana í gæsluvarðhald.
Þá segir að konunni hafi verið útvegaður lögmaður og að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði konuna og ættingja hennar við málið.
Fréttablaðið segir að konan eigi tvö börn sem hafi orðið eftir hér á landi.
MDMA er virka efnið í e-töflum.