Verðbólga á 12 mánaða grundvelli mælist nú 0,8% og hefur hún ekki verið minni í um tvo áratugi.
Bankarnir og Seðlabankinn spáðu mun meiri verðbólgu undir lok þessa árs en raunin er og kemur mikil lækkun olíuverðs þar við sögu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag væntir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, þess að verðbólga aukist á ný á síðari hluta næsta árs. Bankinn spáir því nú að verðbólga verði um 1% fram á mitt næsta ár.