Íbúi í Grafarvogi sem mbl.is ræddi við í gær þakkar Reykjavíkurborg á Facebook-síðu sinni fyrir skjót viðbrögð vegna ófærðar í hverfinu.
Í gær sagði maðurinn, Baldvin Örn Berndsen, ástand í hliðargötum hverfisins vera skelfilegt þar sem ekki hafði verið rutt en í dag kveður við nýjan tón.
„Ég setti inn myndir þar sem ég sýndi hvað mikil ófærð var í Laufrima, Grafarvogi. Fékk mikil viðbrögð íbúa hverfisins og einnig úr öðrum hverfum þar sem svipað ástand var. Set hérna myndir sem sýna skjót viðbrögð Reykjavíkurborgar og langar mig að þakka fyrir, vona að þeir klári að hreinsa sem flestar götur. Það er samt leiðinlegt að þurfa að standa í þessu á þennan hátt,“ skrifar Baldvin.
Frétt mbl.is: Skelfilegt ástand í hliðargötum Grafarvogs