750 nýjar stúdentaíbúðir

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Guðrún …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Guðrún Björnsdóttir fyrir hönd Félagsstofnunar stúdenta og Kristín Ingólfsdóttir rektor fyrir hönd Háskóla Íslands.

650 nýj­ar stúd­enta­í­búðir munu rísa á há­skóla­svæðinu og í ná­grenni við Há­skóla Íslands á næstu fimm árum, auk þeirra 100 sem eru að fara í upp­bygg­ingu við Ásholt/​Braut­ar­holt. Vilja­yf­ir­lýs­ing um bygg­ing­una var und­ir­rituð í dag af Reykja­vík­ur­borg, Fé­lags­stofn­un stúd­enta og Há­skóla Íslands.

Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni kem­ur fram að Há­skóli Íslands og Reykja­vík­ur­borg muni vinna að því að skipu­leggja há­skóla­svæðið með það að mark­miði að koma þar fyr­ir allt að 400 stúd­enta­í­búðum til viðbót­ar við þær sem þegar eru á svæðinu.

Þá lýs­ir Reykja­vík­ur­borg yfir vilja sín­um til að út­hluta lóðum og bygg­ing­ar­rétti fyr­ir 250 stúd­enta­í­búðir á veg­um Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta á öðrum þétt­ing­ar­reit­um ná­lægt miðborg­inni og Há­skóla Íslands. Er þar m.a. til­tekið að Fé­lags­stofn­un stúd­enta muni taka þátt í sam­starfi um bygg­ingu nýrra Reykja­vík­ur­húsa í Vest­ur­bugt og á öðrum reit­um sam­kvæmt nán­ara sam­komu­lagi, hvort held­ur sem er við Reykja­vík­ur­borg eða í gegn­um op­in­bera einkafram­kvæmd. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Við Ásholt/​Braut­ar­holt hef­ur þegar verið út­hlutað lóð fyr­ir um 100 nýj­ar stúd­enta­í­búðir en fram­kvæmd­ir munu hefjast á nýju ári.

Alls verða því 750 nýj­ar stúd­enta­í­búðir byggðar í Reykja­vík á næstu fimm árum á veg­um Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta en aðrir aðilar, eins og Há­skól­inn í Reykja­vík og Bygg­inga­fé­lag náms­manna, hafa einnig áform um bygg­ingu stúd­enta­í­búða.

Fé­lags­bú­staðir hf. munu sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni hafa kauprétt á allt að 5% íbúða sem byggðar verða enda sé um að ræða íbúðir fyr­ir náms­menn sem stunda nám við Há­skóla Íslands.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri und­ir­ritaði vilja­yf­ir­lýs­ing­una fyr­ir hönd Reykja­vík­ur­borg­ar, Guðrún Björns­dótt­ir fyr­ir hönd Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta og Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir rektor fyr­ir hönd Há­skóla Íslands.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag.
Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri við und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert