„Gekk ekki neitt“ hjá skurðlæknum

Skurðlæknar að störfum.
Skurðlæknar að störfum. Wikipedia

Lítið gekk í kjara­deilu skurðlækna um helg­ina, en fundað var hjá Rík­is­sátta­semj­ara á laug­ar­dag. „Það gekk ekki neitt á laug­ar­dag­inn,“ seg­ir Helgi Kjart­an Sig­urðsson, formaður Skurðlækna­fé­lags Íslands.

„Það var fundið fimmtu­dag og laug­ar­dag og svo hitt­umst við í dag klukk­an 16,“ bæt­ir Helgi við.

Hann vildi ekki tjá sig um efni fund­anna og hvort hann sé bjart­sýnn á að leysa deil­una fyr­ir jól. Fundað hef­ur verið í deil­unni rúm­lega þrjá­tíu sinn­um, en verk­fallsaðgerðir skurðlækna hóf­ust fyr­ir um sjö vik­um síðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert