Lítið gekk í kjaradeilu skurðlækna um helgina, en fundað var hjá Ríkissáttasemjara á laugardag. „Það gekk ekki neitt á laugardaginn,“ segir Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands.
„Það var fundið fimmtudag og laugardag og svo hittumst við í dag klukkan 16,“ bætir Helgi við.
Hann vildi ekki tjá sig um efni fundanna og hvort hann sé bjartsýnn á að leysa deiluna fyrir jól. Fundað hefur verið í deilunni rúmlega þrjátíu sinnum, en verkfallsaðgerðir skurðlækna hófust fyrir um sjö vikum síðan.