Leita læknis eftir neyslu orkudrykkja

Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum.
Talsvert úrval er af orkudrykkjum í verslunum. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Nokkuð er um að ís­lensk börn og ung­menni leiti lækn­isaðstoðar eft­ir neyslu orku­drykkja sem inni­halda koff­ín. Er­lend­ar rann­sókn­ir sýna að neysla barna á slík­um drykkj­um hef­ur auk­ist um­tals­vert, en eng­ar rann­sókn­ir á því sviði hafa verið gerðar ný­lega hér á landi. Nær­ing­ar­fræðing­ur seg­ir að gera megi gera ráð fyr­ir að þró­un­in hafi orðið svipuð hér­lend­is, ekki síst vegna þess að orku­drykk­ir séu í aukn­um mæli markaðssett­ir sem heilsu­vara. Lækn­ir seg­ir fyllstu ástæðu til að vera á varðbergi vegna þess­ara drykkja

Auk koff­íns inni­halda þeir orku­drykk­ir sem hér eru til um­fjöll­un­ar oft ýmis önn­ur virk efni eins og gin­seng og tárín sem er örv­andi efni. All­ur gang­ur er á því hvort þeir eru sykraðir eða með gervisætu. Sam­kvæmt reglu­gerð sem sett var í ár er há­marks­magn koff­íns í drykkj­um 320 mg í hverj­um lítra.

Mat­væla­ör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu (EFSA) kannaði neyslu orku­drykkja í 16 lönd­um ESB árið 2011. Þar kom m.a. fram að 68% barna og ung­menna neyta orku­drykkja og var dag­leg meðaltalsneysla 0,5 lítr­ar á dag. Í haust hvatti Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in WHO til þess að ald­urstak­mörk yrðu sett á það hverj­ir geti keypt orku­drykki.

Miklu meira en ráðlagt er

Vil­hjálm­ur Ari Ara­son heim­il­is­lækn­ir í Hafnar­f­irði seg­ir ríka ástæðu til að vara við því að börn neyti koff­ín­ríkra orku­drykkja. „Þeir eru marg­ir hlaðnir koff­íni, full­orðnir hafa marg­ir hverj­ir aðlag­ast koff­ínn­eyslu, en það hafa börn ekki,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og nefn­ir í þessu sam­bandi drykk sem inni­held­ur 200 mg af koff­íni í flösku, en há­marks­dags­skammt­ur fyr­ir 50 kg barn er 125 mg.

Í störf­um sín­um hef­ur Vil­hjálm­ur sinnt börn­um og ung­menn­um sem hafa fengið mik­inn hjart­slátt eft­ir neyslu koff­ín­ríkra orku­drykkja. „En ég hef aðallega áhyggj­ur af áhrif­um drykkj­anna á hegðun ung­menna, rann­sókn­ir sýna að ýmis hegðun­ar­vanda­mál geta komið fram. Það er virki­leg ástæða til að vara við þess­um drykkj­um.“

Nýj­asta könn­un­in á neyslu­venj­um Íslend­inga er Lands­könn­un á mataræði 2010-2011. Þar kem­ur m.a. fram að 42% stráka drekki stund­um orku­drykki og 19% stelpna. Anna Sig­ríður Ólafs­dótt­ir, dós­ent í nær­ing­ar­fræði við Menntavís­inda­svið HÍ, seg­ir að síðan þá hafi fjöl­breytni drykkj­anna auk­ist og því sé ekki ólík­legt að ungt fólk drekki nú meira af orku­drykkj­um, ekki síst stelp­ur. „Ef mið er tekið af sýni­leika og markaðssetn­ingu á þess­um vör­um má gera ráð fyr­ir að neysl­an hafi auk­ist,“ seg­ir Anna Sig­ríður. Hún seg­ir að drykk­irn­ir hafi breyst und­an­farið, nú hafi bæst við koff­ín­rík­ir drykk­ir í duft­formi sem fólk blandi sjálft. „Í þeim drykkj­um eru jafn­vel eng­ar hita­ein­ing­ar og var­an er lík­ari íþrótta- eða lífs­stílsvör­um en það gæti valdið því að fólk liti þær öðrum aug­um en litlu áldós­irn­ar.“

Notaðir til megr­un­ar

Anna Sig­ríður seg­ir að sum­ir noti þessa vöru í tals­verðu magni, sum­ir drykk­irn­ir séu m.a. markaðssett­ir sem leið til að auka fitu­brennslu og aug­lýs­ing­un­um sé beint að ung­ling­um. „Það streyma inn vís­inda­grein­ar þar sem lýst er yfir áhyggj­um af neyslu koff­ín­vara, enda fyllsta ástæða til. Orðið orku­drykk­ur er vill­andi, því þess­ir drykk­ir eru marg­ir örv­andi, en inni­halda enga orku. Þeir koma í veg fyr­ir að fólk finni þreytu; en er það gott og hollt?“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert