„Mannréttindabrot“ að banna kirkjuferðir

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Að yfirvöld banni skólum að fara með þau börn sem vilja í kirkjuferð er miklu nær því að vera mannréttindabrot,“ segir alþingismaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn Brynjar Níelsson um þá umræðu að óæskilegt sé að grunnskólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna. Hann segir marga gleyma því að Ísland sé kristilegt lýðræðisþjóðfélag.

Brynjar skrifar um málið á vefsvæði sitt og segist ekki skilja hvernig það teljist til mannréttinda að banna kirkjuferðir skólabarna. „Kannski eru sumir búnir að gleyma því að við búum þrátt fyrir allt í kristilegu lýðræðisþjóðfélagi þar sem þjóðkirkjan nýtur meira að segja sérstakar verndar í stjórnarskránni. Skólar eru hluti af þessu samfélagi.“

Hann segir að um eða yfir 90% landsmanna séu kristnir þótt þér séu ekki allir í sömu kirkjunni. „Þetta mál segir manni kannski hvað búið er að snúa mannréttindahugtakinu á haus. Mannréttindi eru til þess að vernda okkur gegn yfirgangi og valdboði stjórnvalda. En meirihlutinn í Reykjavík virðist líta svo á að boð og bönn á þeirra vegum séu sérstök mannréttindi. Þess vegna eru borgaryfirvöld með "mannréttindaráð" sem engu öðru sveitarfélagi hefur dottið í hug.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert