„Mannréttindabrot“ að banna kirkjuferðir

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Að yf­ir­völd banni skól­um að fara með þau börn sem vilja í kirkju­ferð er miklu nær því að vera mann­rétt­inda­brot,“ seg­ir alþing­ismaður­inn og hæsta­rétt­ar­lögmaður­inn Brynj­ar Ní­els­son um þá umræðu að óæski­legt sé að grunn­skól­ar hafi milli­göngu um trú­ar­inn­ræt­ingu barna. Hann seg­ir marga gleyma því að Ísland sé kristi­legt lýðræðisþjóðfé­lag.

Brynj­ar skrif­ar um málið á vefsvæði sitt og seg­ist ekki skilja hvernig það telj­ist til mann­rétt­inda að banna kirkju­ferðir skóla­barna. „Kannski eru sum­ir bún­ir að gleyma því að við búum þrátt fyr­ir allt í kristi­legu lýðræðisþjóðfé­lagi þar sem þjóðkirkj­an nýt­ur meira að segja sér­stak­ar vernd­ar í stjórn­ar­skránni. Skól­ar eru hluti af þessu sam­fé­lagi.“

Hann seg­ir að um eða yfir 90% lands­manna séu kristn­ir þótt þér séu ekki all­ir í sömu kirkj­unni. „Þetta mál seg­ir manni kannski hvað búið er að snúa mann­rétt­inda­hug­tak­inu á haus. Mann­rétt­indi eru til þess að vernda okk­ur gegn yf­ir­gangi og vald­boði stjórn­valda. En meiri­hlut­inn í Reykja­vík virðist líta svo á að boð og bönn á þeirra veg­um séu sér­stök mann­rétt­indi. Þess vegna eru borg­ar­yf­ir­völd með "mann­rétt­indaráð" sem engu öðru sveit­ar­fé­lagi hef­ur dottið í hug.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert