Sjúklingurinn sér lækninn fyrr

Á bráðavaktinni. Læknar sjá nákvæmlega á skjám hvar sjúklingurinn er …
Á bráðavaktinni. Læknar sjá nákvæmlega á skjám hvar sjúklingurinn er staddur í kerfinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Breyttar áherslur og ný forgangsröðun hefur stytt biðtíma sjúklinga sem leita á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Fyrirmynd breytinganna kemur frá hinum enskumælandi heimi, Bandaríkjunum, Kanada og Eyjaálfu.

Hilmar Kjartansson, yfirlæknir bráðadeildar, segir nýtt fyrirkomulag fara vel af stað og þjónustan hafi batnað enda starfsfólk spítalans samtaka. Dæmi eru um að biðtími hafi verið styttur úr 80 í 27 mínútur.

Húsnæðisvandi spítalans er þó enn óleystur og breytingar á bráðadeild leysa ekki þann vanda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert