Í dag verður norðaustanátt með éljagangi eða snjókomu á Norður- og Austurlandi en bjart með köflum suðvestanlands, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.
Víða verður 0 – 5 stiga frost og hvassast verður norðvestan til. Það bætir ekki í snjókomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og áfram verður frost.
Búist er við hvítum jólum, en síðan leiðindaveðri á öðrum og þriðja í jólum um nær allt land með austan og norðaustan stormi eða roki, snjókomu og ófærð. Mesta snjókoman verður vestan- og austanlands. Draga mun úr henni 28. desember, en áfram verður hvasst og éljagangur austanlands.