Eignirnar aukast um 200 milljarða

Lífeyrissjóðirnir hafa hag af því að verðbólga sé lítil.
Lífeyrissjóðirnir hafa hag af því að verðbólga sé lítil. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þróun á mörkuðum og lítil verðbólga benda til þess að eignir lífeyrissjóðanna hafi aukist um á þriðja hundrað milljarða króna á árinu.

Gunnar Baldvinsson, formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða, áætlar að raunávöxtun sjóða geti orðið 4-6% í ár. Eignir aukist úr 2.600 í rúma 2.800 milljarða í ár miðað við að iðgjöld umfram lífeyrisgreiðslur verði um 40 milljarðar.

„Verðbólgan er okkar versti óvinur því skuldbindingar lífeyrissjóðanna eru að fullu verðtryggðar en eignir eru u.þ.b. 60% verðtryggðar. Það bætir afkomu sjóðanna þegar verðbólga er lítil og skuldbindingarnar hækka lítið,“ segir Gunnar í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert