Launþegar hafa ekki notið aukinna umsvifa í hagkerfinu sem skyldi vegna þess að skattahækkanir eftir hrunið hafa ekki gengið til baka.
Þetta er mat Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA), sem bendir á að vægi nýrra skatta í að vega upp tekjutap ríkisins eftir hrunið hafi verið 84% en vægi niðurskurðar aðeins 14%. Þegar samstarf síðustu ríkisstjórnar við AGS hófst hafi þessi hlutföll átt að vera 45% og 55%.
„Þegar upp er staðið er niðurskurðurinn nær enginn. Hann felst fyrst og fremst í niðurskurði á fjárfestingarliðum. Það hefur engin varanleg hagræðing orðið í ríkisrekstri sem heitið getur á þessu tímabili,“ segir Þorsteinn í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.