Jólin spanna allt tilfinningarófið

Oddakirkja á Rangárvöllum
Oddakirkja á Rangárvöllum Ljósmynd Hrafn Óskarsson

Jól­in dansa á milli gleði, friðar, sorg­ar, eft­ir­sjár og vænt­inga á rétt­um eða röng­um stöðum, seg­ir Guðbjörg Arn­ar­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Odda­kirkju á Rangár­völl­um í fal­legri jóla­hug­vekju sem hún ritaði fyr­ir mbl.is.

Mbl.is ósk­ar les­end­um sín­um gleðilegr­ar hátíðar og friðar um jól­in.

„Jól­in eru svo­lítið eins og manda­rína, sett sam­an úr mörg­um lauf­um en samt ein heild og full af holl­um víta­mín­um. Það var hefð heima hjá mér í æsku að lesa jólaguðspjallið áður en við borðuðum á aðfanga­dag. Loks var eitt árið komið að mér og ég setti mig í hátíðleg­ar stell­ing­ar en svo fékk ég hlát­urskast og gat ekki hætt að hlæja eða haldið áfram að lesa.  Ég upp­skar skamm­ir fyr­ir en að lok­um tókst mér þetta, afi og amma sem voru hjá okk­ur spurðu mörg jól­in eft­ir þetta hvort ég ætlaði nokkuð að fá hlát­urskast. 

Ég man það einnig þegar ég sem nýorðin prest­ur las jólaguðspjallið í minni fyrstu hátíðarguðsþjón­ustu í Þykkvabæj­ar­kirkju kl. 18:00 á aðfanga­dag, ég fann í senn skelfi­leg­an ótta, til­hlökk­un og lotn­ingu. 

Jól­in eru þannig, þau dansa á milli gleði, friðar, sorg­ar, eft­ir­sjár og vænt­inga á rétt­um eða röng­um stöðum. Það er svo óend­an­lega gam­an að gleðja og gleðjast en um leið get­ur sárs­auk­inn vegna sorg­ar eða erfiðleika verið jafn níst­andi og að standa illa klædd í fimb­ul­kulda and­andi stöðugt að sér frost­köldu and­rúms­loft­inu hríðarbyln­um. 

Jól­in rúma þetta allt og við meg­um vera eins og okk­ur finnst og líður á jól­um. Við meg­um vera eins og börn, gráta af því hlut­irn­ir eru ein­hvern veg­inn ekki eins og þeir eiga að vera og hlæja af því að við ráðum ein­fald­lega ekki við gleðina sem hríslast um okk­ur.

Í kirkj­unni upp­lif­um við oft þess­ar sterku til­finn­ing­ar. Á sama deg­in­um ryk­sug­um við upp mold­ina sem féll af kist­unni og ber­um í næstu andrá inn vatnið í skírn­ar­font­inn. Við höf­um á stutt­um tíma horft í brost­in augu sorg­ar­inn­ar og augu full af gleði og eft­ir­vænt­ingu.  Það er dýr­mætt að geta mætt fólki við þess­ar marg­vís­legu aðstæður með okk­ar kristnu trú sem rúm­ar þenn­an dans milli von­ar og gleði, sorg­ar og sárs­auka. Trú­in er sam­sett úr þess­um marg­vís­leg­um lauf­um sem í bæn­inni, sam­tali við Guð mynda heild.

Það er sterk til­finn­ing á aðfanga­dags­kvöld að standa upp frá jólapapp­írs­leif­um og tóm­um ís­skál­um og ganga hljóð út í jóla­nótt­ina í átt að hinu heil­aga, inn í  Odda­kirkju og und­ir­búa miðnæt­ur­stund. Allt um kring er eitt­hvað sem ég get aldrei sama hvað ég reyni út­skýrt til fulls. Þessa göngu get­um við öll gengið með til­finn­ing­ar okk­ar að fjár­hús­inu og lagt í jöt­una. Þar mæt­um við Jesú sem tek­ur við þessu öllu, gref­ur og geym­ir í hey­inu. 

Við sjá­um einnig til­finn­ing­ar allra hinna sem þangað hafa einnig komið og finn­um þenn­an sam­mann­lega streng sem teng­ir okk­ur hvar sem við erum og hver sem við erum.  Við leggj­um fram ósk­ir, bæn­ir, von­ir og vænt­ing­ar. 

Ég bið þess að við get­um einnig gengið sam­an frá jöt­unni með hana í hjart­anu til móts við verk­efn­in sem bíða okk­ar þegar það eru ekki jól, þar sem við lif­um sam­an, reyn­um að sjá og finna feg­urðina í hvers­deg­in­um bæði í sorg og hlátri. 

Lífið er hlát­ur og sorg á rétt­um og röng­um stöðum verk­efnið er að sjá samt alltaf á ein­hvern hátt feg­urðina og trúa að við eig­um sam­astað hjá barn­inu í jöt­unni, eitt­hvað sem er him­neskt og jarðneskt,“ seg­ir í jóla­hug­vekju Guðbjarg­ar Arn­ar­dótt­ur, sókn­ar­prests í Odda­kirkju.

Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur í Oddakirkju á Rangárvöllum.
Guðbjörg Arn­ar­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Odda­kirkju á Rangár­völl­um.
Heiðmörk
Heiðmörk mbl.is
Skólavörðustígur í jólabúningi
Skóla­vörðustíg­ur í jóla­bún­ingi mbl.isÓmar Óskars­son
Jólasveinar í Rammagerðinni
Jóla­svein­ar í Ramma­gerðinni Ómar Óskars­son
Jólasveinar í Rammagerðinni
Jóla­svein­ar í Ramma­gerðinni Ómar Óskars­son
Jólasveinar í Rammagerðinni
Jóla­svein­ar í Ramma­gerðinni Ómar Óskars­son
Skyrgámur mætir í Þjóðminjasafnið
Skyrgám­ur mæt­ir í Þjóðminja­safnið Ómar Óskars­son
Skyrgámur mætir í Þjóðminjasafnið
Skyrgám­ur mæt­ir í Þjóðminja­safnið Ómar Óskars­son
Skyrgámur mætir í Þjóðminjasafnið
Skyrgám­ur mæt­ir í Þjóðminja­safnið Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka