Pakkar urðu eftir í Danmörku og Noregi

Jólapakkar og bréf urðu eftir í Danmörku og Noregi.
Jólapakkar og bréf urðu eftir í Danmörku og Noregi. Þórður

Um tvö tonn af pökkum og bréfum urðu eftir í Danmörku og Noregi en pakkarnir og bréfin áttu að berast viðtakendum fyrir aðfangadagskvöld.

Kjartan Flosason, forstöðumaður póstmiðstöðvar hjá Íslandspósti, segir þetta afleiðingar veðurs. „Þær skýringar sem við fengum voru að það þurfti að nota Glasgow sem varaflugvöll svo það þurfti að taka meira af olíu,“ segir Kjartan en þar sem olía var meiri og þyngri komst minna fyrir af bréfum og pökkum í fragt.

Stærstur hluti af þeim póst og pökkum sem kemur til Íslands erlendis frá fer í gegnum Danmörku og varð því mikið af pökkum og bréfum eftir þar en hann segir einnig að vandræði hafi verið með Noreg. Það sé óvanalegt.

Kjartan segir þann fjölda pakka og bréfa sem eftir varð í löndunum tveimur ekki stórt hlutfall af heildarfjölda pakka og bréfa sem koma til landsins og að það komi yfirleitt fyrir að pakkar verði eftir. Þetta sé álíka mikið magn og undanfarin ár. Pakkarnir og bréfin verða keyrð heim til fólks milli jóla og nýárs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert