Fastar á Íslandi yfir jólin

Útlit er fyrir að stúlkurnar tvær þurfi að fljúga alla …
Útlit er fyrir að stúlkurnar tvær þurfi að fljúga alla leið til Kína og þaðan til Bretlands.

Tvær kín­versk­ar stúlk­ur sem stadd­ar eru á Íslandi kom­ast ekki til síns heima yfir jól­in. Tösk­ur sem geymdu vega­bréf stúlkn­anna hurfu úr rútu þeirra skömmu fyr­ir jól og hafa ekki fund­ist síðan.

Stúlk­urn­ar komu til lands­ins 19. des­em­ber síðastliðinn og áttu bókað flug aft­ur til Eng­lands á Þor­láks­messu. Þann 21. des­em­ber fóru stúlk­urn­ar í hesta­ferð og skildu tösk­urn­ar sín­ar eft­ir í rút­unni sem flutti þær þangað. Að hesta­ferðinni lok­inni kom­ast þær að því að rút­an er far­in og í stað henn­ar er kom­in önn­ur rúta. Að sögn starfs­manna rútu­fyr­ir­tæk­is­ins Gray Line hafa tösk­urn­ar enn ekki fund­ist.

„Rútu­bíl­stjóri fyrri rút­unn­ar sá okk­ur raða tösk­un­um fyr­ir ofan sæt­in okk­ar en varaði okk­ur samt ekki við því að önn­ur rúta myndi koma í staðinn. Við upp­götvuðum um leið og við kom­um í nýju rút­una að tösk­urn­ar voru ekki til staðar. Ég hringdi þá í rútu­fyr­ir­tækið og var þá sagt að bíða fram á nótt og hringja aft­ur eft­ir miðnætti því þá væri hægt að leita í rút­unni,“ seg­ir önn­ur stúlkn­anna, Yus­h­an Chai, í sam­tali við mbl.is.

„Ég hringdi svo margoft um kvöldið og nótt­ina en eng­inn svaraði hjá fyr­ir­tæk­inu. Loks svaraði ein­hver klukk­an þrjú um nótt­ina og sagði þá að ekk­ert hefði fund­ist.“ Í tösk­un­um voru pen­ing­ar, mynda­vél­ar og fleira en vega­bréf­in skipta stúlk­urn­ar mestu máli.

Kín­verska sendi­ráðið hef­ur gefið þeim vega­bréf til bráðabirgða en það ger­ir þeim hins veg­ar ekki kleift að fara aft­ur til Bret­lands. Til að njóta land­vist­ar í Bretlandi þurfa þær sér­staka vega­bréfs­árit­un fyr­ir náms­menn sem glataðist með vega­bréf­un­um, en Yus­h­an Chai er að læra arki­tekt­úr í Bright­on og hin stúlk­an, Jix­in Yu, er að læra stærðfræði í Li­verpool.

Breska sendi­ráðið lokað

Að sögn Chai er út­lit fyr­ir að þær þurfi að fara aft­ur til Kína til að út­vega nýj­ar vega­bréfs­árit­an­ir. Þá myndu þær að öll­um lík­ind­um þurfa að bíða í mánuð eft­ir nýrri vega­bréfs­árit­un en sú bið hefði al­var­leg­ar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir stúlk­urn­ar. Chai á að skila loka­verk­efni til meist­ara­prófs í arki­tekt­úr um miðjan janú­ar og Yu þarf að þreyta loka­próf í B.S. námi í stærðfræði þann 19. janú­ar.

Vega­bréfs­árit­un­in sem stúlk­urn­ar þurfa er gef­in út af bresk­um yf­ir­völd­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá breska sendi­ráðinu eru dyr þess lokaðar næstu daga en opna aft­ur á mánu­dag­inn. Að sögn Chai þá er ólík­legt að sendi­ráðið geti veitt þeim árit­un þar sem vega­bréfs­árit­an­ir fyr­ir kín­verska náms­menn falla ekki und­ir op­in­bert hlut­verk sendi­ráðsins. Þá bæt­ir ekki úr skák að há­skól­arn­ir í Bretlandi eru lokaðir og eng­inn get­ur því staðfest að þær stundi nám þar í landi.

Rútu­fyr­ir­tækið beri ábyrgð

Jón Víðis Jak­obs­son hef­ur aðstoðað þær við að leita að tösk­un­um und­an­farna daga, en hann kynnt­ist stúlk­un­um fyr­ir al­gjöra til­vilj­un.

„Kenn­ari þeirr­ar sem nem­ur arki­tekt­úr í Bright­on er mág­kona mín þar sem hún á ís­lensk­an mann. Stúlk­urn­ar vissu ekki að þær hefðu þessa teng­ingu við Ísland fyrr en þetta kom fyr­ir en nú hef ég verið að aðstoða þær síðan á Þor­láks­messu,“ seg­ir Jón og bæt­ir við að lík­lega hafi ann­ar farþegi rút­unn­ar tekið tösk­urn­ar ófrjálsri hendi.

„Þær eru bún­ar að fara til lög­regl­unn­ar að til­kynna þjófnað en standa nú ráðalaus­ar gagn­vart þessu. Þær eru að hugsa um að fara til London með flugi og sjá hvað ger­ist þegar þær reyna að kom­ast inn í landið en ég tel það ekki vera sniðuga lausn á mál­inu,“ seg­ir Jón.

„For­svars­menn Gray Line hafa sagt mér að farþegar eigi að taka all­an far­ang­ur með sér þegar farið er úr rút­un­um þeirra en stúlk­un­um var greini­lega ekki sagt að gera það. Þær sögðu bíl­stjóra næstu rútu að tösk­urn­ar hefðu týnst en hann sagði þeim ekki að aðhaf­ast neitt held­ur bíða og sjá; tösk­urn­ar kæmu í ljós. Mér finnst fyr­ir­tækið því bera ein­hverja ábyrgð í þessu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert