Nornahraun orðið 81 ferkílómetri

Flatarmál Nornahrauns á aðfangadag var 81 ferkílómetri.
Flatarmál Nornahrauns á aðfangadag var 81 ferkílómetri. Af Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar

Tveir stærstu skjálftarnir í Bárðarbungu frá því um hádegi  í gær voru 4,5 að stærð. Flatarmál Nornahrauns, hraunsins úr eldgosinu í Holuhrauni, er nú orðið 81 ferkílómetri að stærð, samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. 

Stóru skjálftarnir urðu kl. 18:55 í gær og kl. 11:02 í morgun, samkvæmt jarðskjálftayfirliti Veðurstofunnar.

Fjórir aðrir skjálftar voru yfir 4 að stærð.  Alls mældust rúmlega 50  jarðskjálftar í Bárðarbungu.   Í  kvikuganginum mældust 9 skjálftar og voru þeir  allir minni en 2 stig.
 
Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í Haukadal heldur áfram.

Í morgun kl. 05:58 mældist skjálfti að stærð 3,2 í hrinunni. Hann fannst vel við Geysi í Haukadal, í Miðdal austan við Laugarvatn og við Syðri-Reyki í Biskupstungum. Frá hádegi í gær hafa mælst yfir 80 jarðskjálftar í hrinunni.  Upptök skjálftanna eru á um 2-3 km dýpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert