Nær allir forsætisráðherrar Íslands hafa fengið stórkross Fálkaorðunnar. Einungis fjórir forsætisráðherrar á lýðveldistímanum, það er frá lýðveldisstofnuninni árið 1944, hafa annað hvort ekki fengið orðuna eða afþakkað hana. Forseti Íslands veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra orðuna fyrr í mánuðinum.
Ef miðað er við árið 1921 þegar Fálkaorðan var stofnuð hafa sex forsætisráðherrar ekki fengið stórkrossinn miðað við gagnagrunn á vefsíðu forsætisembættisins. Þar á meðal er Magnús Guðmundsson sem var aðeins starfandi forsætisráðherra í nokkra daga árið 1926. Af þeim 24 einstaklingum sem gengt hafa embættinu frá því að Fálkaorðan var sett á laggirnar hafa þannig 18 fengið stórkrossinn. 14 af 18 ef miðað er við lýðveldistímann. Jóhanna Sigurðardóttir afþakkaði stórkrossinn að sögn Guðna Ágústssonar, formanns orðunefndar, og það sama mun hafa átt við um Steingrím Hermannsson.
Forsætisráðherrar sem þannig hafa ekki fengið stórkrossinn eru Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur Hermannsson, Benedikt Gröndal, Hermann Jónasson, Ásgeir Ásgeirsson og Magnús Guðmundsson. Tveir síðarnefndu voru forsætisráðherrar fyrir lýðveldisstofnunina og Magnús sem fyrr segir var einungis starfandi forsætisráðherra í nokkra daga.
Hér að neðan má sjá lista yfir forsætisráðherra Íslands og hvenær þeim var veittur stórkrossinn.
Forsætisráðherrar Stórkrossinn veittur
Jón Magnússon 1921-07-03
Sigurður Eggerz 1922-06-19
Magnús Guðmundsson (starfandi)
Jón Þorláksson 1929-12-01
Ásgeir Ásgeirsson
Lýðveldisstofnunin (Björn Þórðarson var forsætisráðherra bæði fyrir og eftir hana)
Björn Þórðarson 1949-08-01
Ólafur Thors 1956-03-21
Stefán Jóhann Stefánsson 1954-02-01
Steigrímur Steinþórsson 1953-12-01
Hermann Jónasson
Emil Jónsson 1960-01-22
Bjarni Benediktsson 1953-12-01
Jóhann Hafstein 1971-04-14
Ólafur Jóhannesson 1972-06-17
Geir Hallgrímsson 1975-02-24
Benedikt Gröndal
Gunnar Thoroddsen 1980-02-26
Steingrímur Hermannsson
Þorsteinn Pálsson 1987-06-15
Davíð Oddsson 1991-12-31
Halldór Ásgrímsson 2005-03-11
Geir H. Haarde 2006-12-15
Jóhanna Sigurðardóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2014-12-13