Jörð skelfur enn norður af Geysi

Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í …
Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í Haukadal varir áfram mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stærsti skjálftinn  í Bárðarbungu frá því um hádegi í gær mældist 5 að stærð. Varð hann kl. 22.53 og átti hann upptök við norðurbrún öskjunnar. 

Sjö skjálftar voru á stærðarbilinu 3 til 4.  Alls hafa mælst um 40 skjálftar í Bárðarbungu frá hádegi í gær. Í kvikuganginum mældust 5 skjálftar og voru þeir allir undir 2 að stærð. 

Jarðskjálftahrinan með upptök um 10 km norður af Geysi í Haukadal varir áfram. Frá hádegi í gær hafa mælst tæplega 30 jarðskjálftar í hrinunni, þar af um 10 frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 2,5 að stærð kl. 12.45  í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert