Á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs hafa 29.000 kínverskir ferðmenn heimsótt Ísland, en það er 49% aukning á milli ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fagnar þessu ákaflega í samtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua.
Þar er ennfremur fjallað um íslenska ferðatímaritið Icelandic Times, en það er nú einnig gefið út á kínversku. Icelandic times fjallar um ferðamál, menningu og viðskipti og hefur verið starfrækt frá árinu 2009.
Í frétt á enskri útgáfu Xinhua, sem nefnist CNC, kemur fram að tengls Íslands og Kína hafi styrkts frá því fríverslunarsamningur á milli ríkjanna tók gildi fyrr á þessu ári. Greint er frá því að á undanförnum árum vilji sífellt fleiri Kínverjar heimsækja Íslands.
„Við erum einstaklega ánægð með að sjá fjölgun ferðamanna og sérstaklega miklu fjölgun meðal kínverskra ferðamanna, sem við bjóðum mjög velkomna. Ástæðan að baki því að við erum svona ánægð að sjá Kínverja er að við viljum hvetja til eins mikils samstarfs og mögulegt er. Kína er á margan hátt ríki framtíðarinnar. Þjóð er er á margan hátt að vaxa. Hún hefur sýnt Íslandi áhuga og við erum vissulega mjög áhugasöm um Kína. Allt sem eykur samstarf ríkjanna er gott að okkar mati,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við CNC.
Einnig er rætt við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hún segist vita til þess að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafi áhuga á að markaðssetja Íslands sem álitlegan kost fyrir kínverska ferðamenn.
Þá er greint frá útgáfu Icelandic Times og rætt við Eddu Snorradóttur, verkefnastjóri tímaritsins. Í nóvember síðastliðnum leit fyrsta kínverska útgáfa ritsins dagsins ljós og hefur útgáfan vakið umtalsverða athygli hið ytra. Samhliða prentútgáfunni var kínverskri útgáfu vefmiðilsins jafnframt ýtt úr vör á léninu www.icelandictimes.cn.