Íris Guðmundsdóttir flugfreyja er þekkt fyrir stórkostlegar matarveislur og hélt án efa eitt flottasta standandi veitingapartí ársins á heimili sínu nú í desember.
„Mig langaði að hafa boðið standandi og vann þetta svona út frá því en þetta var áramótaboð með jólalegu ívafi. Ég útbjó því ýmiss konar smárétti sem henta vel til að hafa á borðum við þau tímamót,“ segir Íris en heim bauð hún hafnfirskum vinkonum sínum úr ýmsum áttum.
Íris er fagurkeri fram í fingurgóma og á eftirtektarvert jólaskraut sem setti skemmtilegan svip á matarboðið. Þannig má nefna að sashimi kvöldsins var borið fram í eins konar jólasveinaglösum.
Uppskriftirnar má nálgast í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út um helgina.