Jón „volgur“ fyrir forsetaframboði

Jón Gnarr, fv. borgarstjóri.
Jón Gnarr, fv. borgarstjóri. mbl.is/Þórður

Fólk spyr Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra, nán­ast á hverj­um ein­asta degi hvort hann ætli að bjóða sig fram til for­seta. Sjálf­ur tel­ur hann þó ekki tíma­bært að að velta vöng­um um það en hann sé þó „volg­ur“ fyr­ir fram­boði. Þetta sagði hann í þætt­in­um Viku­lok­un­um á Rás 1 nú í morg­un.

Helgi Selj­an, stjórn­andi þátt­ar­ins, spurði Jón hvort hann hygðist bjóða sig fram til for­seta og vísaði til vanga­veltna sem kæmu reglu­lega upp varðandi það.

„Það hef­ur komið til tals. Það er mikið hringt og mikið spurt. Fólk spyr mig um þetta eig­in­lega á hverj­um ein­asta degi. Það er verið að gera aðför að mér. Ég fer bara að líkja þessu við einelti,“ sagði Jón í létt­um dúr.

Hann tók það hins veg­ar fram að hon­um fynd­ist ekki tíma­bært að ræða mögu­legt fram­boð til for­seta, meðal ann­ars af virðingu við embættið og þann sem því gegn­ir í augna­blik­inu. Ekki væri við hæfi að hann tjáði sig um það af eða á. Helgi spurði Jón þá hvort hann væri volg­ur fyr­ir að bjóða sig fram.

„Já, ég er volg­ur,“ svaraði Jón.

Hægt er að hlusta á þátt­inn á vefsíðu Rík­is­út­varps­ins en þar var meðal ann­ars einnig rætt um borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor og deil­ur um bygg­ingu mosku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert