Íslensk þjóð þarfnast í dag máttugs leiðtoga, sem þorir, vill og getur talað máli sannleikans. Þarf sömuleiðis stóra jólagjöf sem felur í sér lausnir, svo sem á skuldavanda heimilanna og læknadeilunni.
Haldi sú deila áfram er ekki spurt hvort heldur hvenær við missum líf. Þjóð sem getur ekki lengur varðveitt lífið og varið það er í miklum vanda.
Þetta sagði séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, í predikun sinni á aðfangadagskvöld. Þar lagði hann út af boðskapnum um fæðingu frelsarans, en deildi um leið á stjórnvöld og ríkjandi ástand, að því er fram kemur í umfjöllun um predikunina í Morgunblaðinu í da.