Ók yfir leiði af „aulahætti“

Bílför á leiðum í Gufuneskirkjugarði.
Bílför á leiðum í Gufuneskirkjugarði. Styrmir Kári

Ann­ar öku­mann­anna sem ollu skemmd­um í Gufu­nes­kirkju­g­arði með því að keyra yfir leiði fyr­ir og um jól­in hef­ur gefið sig fram. Að sögn Þór­steins Ragn­ars­son­ar, for­stjóra kirkju­g­arðanna, gaf maður­inn þá skýr­ingu að það hafi verið „aula­hátt­ur“ í sér sem hafi orðið til þess að hann ók yfir leiðin.

Tvisvar sinn­um hef­ur verið keyrt yfir leiði í Gufu­nes­kirkju­g­arði á síðustu dög­um, fyrst dag­inn fyr­ir Þor­láks­messu og svo aft­ur á jóla­dag. Ekið var niður eina graf­ar­lengju með um fimmtán leiðum. Svo virðist sem að öku­menn­irn­ir hafi fest sig og spólað ofan á gröf­un­um með til­heyr­andi spjöll­um. Skemmd­irn­ar verða kærðar til lög­reglu á morg­un en ann­ar öku­mann­anna hef­ur nú gefið sig fram við kirkju­g­arðana.

„Hann hringdi bara í mig. Hann gaf þá skýr­ingu að þetta var bara aula­hátt­ur í hon­um. Hann er að reyna að fara leið sem síðan reynd­ist ófær og versnaði bara eft­ir því sem hann reyndi að kom­ast áfram. Svo festi hann bíl­inn þarna. Þetta er bara aula­hátt­ur og rang­ar ákv­arðanir tekn­ar þarna. Hann er að reyna að fara eitt­hvað nær held ég því leiði sem hann ætlaði að vitja,“ seg­ir Þór­steinn sem tel­ur ekki að maður­inn hafi haft neinn ásetn­ing um að skemma eitt né neitt.

Hinn ökumaður­inn hef­ur ekki gefið sig fram ennþá en bæði mál­in verða kærð til lög­reglu á morg­un.

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Ábend­ing­ar borist um bíl­núm­er­in

Keyrt yfir 15 leiði og grafar­kross

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert