Undirbúa mikla orkuöflun í Eþíópíu

Í Eþíópíu er mikil jarðvirkni og vinnur Reykjavik Geothermal að …
Í Eþíópíu er mikil jarðvirkni og vinnur Reykjavik Geothermal að gerð tveggja jarðhitavirkjana, 500 megavatta, þar í landi um þessar mundir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sérfræðingar félagsins Reykjavik Geothermal rannsaka nú jarðfræði Tullu Mojo-svæðisins í Eþíópíu í Austur-Afríku vegna fyrirhugaðra borana vegna tveggja stórra jarðhitavirkjana.

Í umfjöllun um verkefni þetta í Morgunblaðinu í dag segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri félagsins, hverja borholu mjög dýra. Því borgi sig að fjárfesta í undirbúningsrannsóknum.

Auk verkefnisins í Eþíópíu vinnur Reykjavik Geothermal að verkefni í St. Vincent í Karíbahafinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert