„Brandari“ að Eggert sé ritstjóri

Gísli Freyr Valdórsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í forgrunni er Jóhann …
Gísli Freyr Valdórsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í forgrunni er Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, sem mikið hefur fjallað um lekamálið undanfarin misseri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er búinn að vera brandari á ritstjórninni hvort Eggert Skúlason verði ekki gerður að ritstjóra,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, í viðtali við Kastljósið í kvöld. Þar gagnrýndi hann einnig að fengin væri frá Morgunblaðinu nýr viðskiptaritstjóri DV.

Tveir blaðamenn DV, þeir Jóhann Páll og Jón Bjarki Magnússon, voru fengnir í Kastljósið þar sem þeir ræddu meðal annars tíðindi dagsins á vinnustað sínum, þ.e. að Kolbrún Bergþórsdóttir og Eggert Skúlason hafa verið ráðin ritstjórar DV og Hörður Ægisson viðskiptaritstjóri.

Jóhann Páll var spurður af hverju það væri brandari á ritstjórninni að Eggert væri ráðinn og ritstjóri og vitnaði hann þá til þess að Eggert var fenginn til að gera greiningu á fyrirtækinu fyrir nokkrum vikum og úttekt á störfum ritstjórnar DV. „Hans niðurstaða var meðal annars sú að DV hefði verið einhvers konar graftarkýli á íslensku samfélagi og því þyrfti að breyta.“

Jón Bjarki bætti því þá við að skýrsla Eggerts væri hrákasmíði. „Þar vegur hann að starfsheiðri blaðamanna DV harkalega.“

Þegar blaðamennirnir voru spurðir hvort þeir væru ekki sáttir við ritstjórnarskiptin svaraði Jón Bjarki: „Það er mjög skrítið að Eggert Skúlason sé orðinn ritstjóri eftir að hafa vegið að okkar störfum. Meðal annars í samtölum við blaðamenn þar sem hann er sérstaklega að gagnrýna störf okkar Jóhanns og hversu margar fréttir við skrifuðum um lekamálið. Það er mjög sérstakt að þetta verði yfirmaður manns.“

Jón Bjarki sagði jafnframt að ljóst að þar sem Eggert sé orðinn ritstjóri sé öruggt að DV á morgun verði ekki það sama og DV sem þeir tveir hafi starfað hjá undanfarin ár.

Þá ber þess að geta að þegar þeir voru spurðir hvort þeir væru enn starfandi blaðamenn hjá DV játtu þeir Jóhann Páll og Jón Bjarki því.

Jón Bjarki Magnússon.
Jón Bjarki Magnússon. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka