„Brandari“ að Eggert sé ritstjóri

Gísli Freyr Valdórsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í forgrunni er Jóhann …
Gísli Freyr Valdórsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í forgrunni er Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður DV, sem mikið hefur fjallað um lekamálið undanfarin misseri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er bú­inn að vera brand­ari á rit­stjórn­inni hvort Eggert Skúla­son verði ekki gerður að rit­stjóra,“ sagði Jó­hann Páll Jó­hanns­son, blaðamaður DV, í viðtali við Kast­ljósið í kvöld. Þar gagn­rýndi hann einnig að feng­in væri frá Morg­un­blaðinu nýr viðskipta­rit­stjóri DV.

Tveir blaðamenn DV, þeir Jó­hann Páll og Jón Bjarki Magnús­son, voru fengn­ir í Kast­ljósið þar sem þeir ræddu meðal ann­ars tíðindi dags­ins á vinnustað sín­um, þ.e. að Kol­brún Bergþórs­dótt­ir og Eggert Skúla­son hafa verið ráðin rit­stjór­ar DV og Hörður Ægis­son viðskipta­rit­stjóri.

Jó­hann Páll var spurður af hverju það væri brand­ari á rit­stjórn­inni að Eggert væri ráðinn og rit­stjóri og vitnaði hann þá til þess að Eggert var feng­inn til að gera grein­ingu á fyr­ir­tæk­inu fyr­ir nokkr­um vik­um og út­tekt á störf­um rit­stjórn­ar DV. „Hans niðurstaða var meðal ann­ars sú að DV hefði verið ein­hvers kon­ar graft­arkýli á ís­lensku sam­fé­lagi og því þyrfti að breyta.“

Jón Bjarki bætti því þá við að skýrsla Eggerts væri hráka­smíði. „Þar veg­ur hann að starfs­heiðri blaðamanna DV harka­lega.“

Þegar blaðamenn­irn­ir voru spurðir hvort þeir væru ekki sátt­ir við rit­stjórn­ar­skipt­in svaraði Jón Bjarki: „Það er mjög skrítið að Eggert Skúla­son sé orðinn rit­stjóri eft­ir að hafa vegið að okk­ar störf­um. Meðal ann­ars í sam­töl­um við blaðamenn þar sem hann er sér­stak­lega að gagn­rýna störf okk­ar Jó­hanns og hversu marg­ar frétt­ir við skrifuðum um leka­málið. Það er mjög sér­stakt að þetta verði yf­ir­maður manns.“

Jón Bjarki sagði jafn­framt að ljóst að þar sem Eggert sé orðinn rit­stjóri sé ör­uggt að DV á morg­un verði ekki það sama og DV sem þeir tveir hafi starfað hjá und­an­far­in ár.

Þá ber þess að geta að þegar þeir voru spurðir hvort þeir væru enn starf­andi blaðamenn hjá DV játtu þeir Jó­hann Páll og Jón Bjarki því.

Jón Bjarki Magnússon.
Jón Bjarki Magnús­son. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert