Fá borgað fyrir að nota vistvænar samgöngur

Á síðasta fundi bæj­ar­ráðs Seltjarn­ar­ness fyrr í þess­um mánuði var samþykkt að fa­stráðnum starfs­mönn­um bæj­ar­ins yrði gef­inn kost­ur á að gera sam­göngu­samn­ing við bæj­ar­fé­lagið. Að auki var samþykkt að þeim stæði til boða aðgang­ur í Sund­laug Seltjarn­ar­ness og bóka­safnskort í Bóka­safn Seltjarn­ar­ness þeim að kostnaðarlausu. „Með fram­tak­inu boðar Seltjarn­ar­nes­bær um­tals­verðar kjara­bæt­ur til handa starfs­mönn­um og stuðlar um leið að bættri lýðheilsu- og um­hverfis­vit­und auk menn­ing­ar­legr­ar upp­lif­un­ar þeirra. Sam­komu­lagið tek­ur gildi frá og með 1. janú­ar 2015 og gild­ir út árið,“ seg­ir í frétt frá Seltjarn­ar­nes um málið.

Mark­mið sam­göngu­samn­ings­ins er að hvetja starfs­fólk Seltjarn­ar­nes­bæj­ar til að nota vist­væn­an og hag­kvæm­an ferðamáta. Með því móti vill Seltjarn­ar­nes­bær leggja sitt af mörk­um til að bæta um­hverfi, bæj­ar­brag og heilsu starfs­fólks bæj­ar­ins og annarra. Sam­göngu­samn­ing­ur­inn fel­ur í sér að starfs­menn bæj­ar­ins noti vist­væn­ar sam­göng­ur til og frá vinnustað í a.m.k. 80% til­vika. 

Fá 4.500 kr í hverj­um mánuði

Starfs­menn, sem und­ir­gang­ast sam­göngu­samn­ing­inn, fá mánaðarlega greidd­ar óskattlagðar 4.500 krón­ur með laun­um. Upp­hæðin get­ur einnig nýst sem mánaðarleg greiðsla upp í árskort hjá Strætó, en Seltjarn­ar­nes­bær hef­ur gert sam­komu­lag við Strætó þess efn­is að starfs­menn geta nú keypt tólf mánaða kort á verði níu mánaða korts. 

Fa­stráðnum starfs­mönn­um bæj­ar­ins gefst kost­ur á ókeyp­is aðgangi í Sund­laug Seltjarn­ar­ness frá 1. janú­ar - 31. des­em­ber 2015. Virði ársaðgangs er kr. 30.000,-  . 

Fa­stráðnum starfs­mönn­um bæj­ar­ins gefst kost­ur á ókeyp­is bóka­safnskorti í Bóka­safn Seltjarn­ar­ness sem gild­ir frá 1. janú­ar - 31. des­em­ber 2015. Virði korts­ins er kr. 1.800,-  Bóka­safnskortið gild­ir einnig í Borg­ar­bóka­safn Reykja­vík­ur og í Bóka­safnið í Mos­fells­bæ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert