Inflúensan komin af stað

Það er ekki of seint á láta bólusetja sig við …
Það er ekki of seint á láta bólusetja sig við inflúensu. AFP

Fyrstu til­felli in­flú­ensu þenn­an vet­ur­inn greind­ust hér á landi um hátíðirn­ar. Þetta staðfest­ir Þórólf­ur Guðna­son, staðgeng­ill sótt­varn­ar­lækn­is í sam­tali við mbl.is. Jafn­framt greind­ust fyrstu til­felli RS-veirunn­ar um jól­in.

„Þetta eru þær veiru­sýk­ing­ar sem koma á hverj­um vetri  og yf­ir­leitt á þess­um tíma,“ seg­ir Þórólf­ur. „In­flú­ens­an fer að herja á lands­menn á kom­andi vik­um, hún byrj­ar yf­ir­leitt hægt en fer síðan á skrið.“

Þórólf­ur seg­ir að um 10 til 15% þjóðar­inn­ar smit­ist af in­flú­ensu í hverj­um um­gangi. „Hún er yf­ir­leitt ekki al­var­leg hjá frísk­um ein­stak­ling­um en þeir sem eru með und­ir­liggj­andi vanda­mál eins og lungna- eða hjarta­sjúk­dóma geta fengið al­var­lega in­flú­ensu. Þess vegna hvetj­um við fólk til þess að láta bólu­setja sig og það er ekki of seint að láta gera það núna þó að hún sé byrjuð að grein­ast.“

RS-veir­an herj­ar ein­kunn á lít­il börn og get­ur verið þung­bær á þau yngstu að sögn Þórólfs. „RS-veir­an herj­ar á önd­un­ar­fær­in og lýs­ir sér í kvef og hósta. Get­ur hún einnig valdið ast­ma­ein­kenn­um hjá litl­um börn­um,“ seg­ir Þórólf­ur. „Það get­ur verið ansi erfitt og stund­um þarf að leggja lít­il börn á sjúkra­hús.“

RS-veir­an er smit­andi og er ekki til bólu­efni gegn henni. 

„En að öðru leyti eru þess­ar venju­legu pest­ir í gangi. Má þar nefna önd­un­ar­færa­sýk­ing­ar og niður­gangspest­ar sér­stak­lega. En þetta er bara eins og venju­lega,“ seg­ir Þórólf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert