Raddir íslenskra lækna segja að ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í hádegisfréttum RÚV hafi verið „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum“.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin hafa sent frá sér.
Fram kemur, að læknar vilji koma því á framfæri varðandi ummæli fjármálaráðherra um birtingu krafna lækna að ríkissáttasemjari hafi ítrekað þau fyrirmæli sín á fundi í gær að samningsaðilar ættu ekki að tjá sig um kröfur eða tölur í fjölmiðlum og að slíkt hefði ekki jákvæð áhrif á samningsviðræður.
„Minnum einnig á eftirfarandi:
Samninganefnd lækna er ekki heimilt að ræða kröfur sínar eða tillögur SNR opinberlega skv. lögum um vinnudeilur en þar stendur í 25. gr.:
Læknar hafa virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki,“ segir í yfirlýsingunni.