Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar hér á landi fái atvinnutilboð frá norskum fyrirtækjum í sms-skilaboðum.
Þá er líka hringt í hjúkrunarfræðinga og þeim sendir tölvupóstar með atvinnutilboðum oft á dag, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að hann fái að lágmarki fimm tölvupósta á dag með atvinnutilboðum. Þá segir hann hundruð hjúkrunarfræðinga hafa leyfi til að starfa í Noregi og hafi þeim fjölgað verulega árið 2011.