Sigrún formlega orðin ráðherra

Sigrún Magnúsdóttir hefur formlega tekið við embætti um­hverf­is- og auðlindaráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir hefur formlega tekið við embætti um­hverf­is- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert

Sigrún Magnúsdóttir hefur formlega tekið við embætti um­hverf­is- og auðlindaráðherra, og þar með sæti í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sigrún kom til Bessastaða í morgun þar sem hún var formlega skipuð í embættið á ríkisráðsfundi sem hófst klukkan 10. 

Sig­mund­ur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, lagði það til við for­seta Íslands á fundinum að Sigrún, alþing­ismaður og nú­ver­andi formaður þing­flokks fram­sókn­ar­manna, tæki við embætti um­hverf­is- og auðlindaráðherra. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son hef­ur gegnt því embætti sam­hliða starfi sínu sem sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

Sigrún er tíundi ráðherrann í ríkisstjórninni, og annar nýi ráðherrann í þessum mánuði en í byrjun desember tók Ólöf Nordal við embætti innanríkisráðherra.

Sigrún tekur til starfa sem ráðherra á nýju ári.

Ný ríkisstjórn.
Ný ríkisstjórn. mbl.is/Eggert
Sigrún Magnúsdóttir mætti til Bessastaða í morgun.
Sigrún Magnúsdóttir mætti til Bessastaða í morgun. mbl.is/Eggert
Sigrún Magnúsdóttir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir, um­hverf­is- og auðlindaráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert