Tómas valinn maður ársins

Tómas Guðbjartsson.
Tómas Guðbjartsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hlustendur Rásar 2 völdu Tómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítalanum, mann ársins. Í öðru sæti voru björgunarsveitarmenn allir á landinu og í þriðja sæti var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Alls voru 63 tilnefndir og vann Tómas yfirburðasigur.

Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Tómas komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar birt var myndband í Kastljósi af því þegar hann og fleiri læknar á Landspítalanum björguðu lífi manns sem stunginn var með hnífi í hjartastað.

Í símaviðtali sagði Tómas nafnbótina ánægjulega fyrir sig en ekki síður fyrir samstarfsfólk sitt og alla þá sem á Landspítalanum starfa. Hann sagðist telja að fólk þyki vænt um heilbrigðiskerfið sitt og hafi áhyggur af því eins og staðan sé í dag.

Þess má þá geta að Tómas var einnig maður ársins á Bylgjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert