Framlög til félagsmála hafa aldrei verið jafn há og 2015. Þetta kom fram í áramótaávarpi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.
Í Morgunblaðinu í dag segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra að aukin framlög til félagsmála skýrðust fyrst og fremst af hækkun bóta vegna félagslegrar aðstoðar um 13% frá 2013 þar til nú og hækkun framlaga til lífeyristrygginga um 21% á sama tíma.
Hún segir að framlög til bóta, samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, yrðu samkvæmt fjárlagafrumvarpi tæplega 13,8 milljarðar og til lífeyristrygginga tæpir 74,9 milljarðar. „Langmesta aukningin er til lífeyristrygginga, tæpir 13 milljarðar á tveimur árum.“