Eldur kviknaði í ruslatunnu

Slökkvilliðið að störfum fyrr á árinu.
Slökkvilliðið að störfum fyrr á árinu. mbl.is/Styrmir Kári

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrr í kvöld þegar eldur kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi í Bogahlíð.

Ruslatunnan var dregin út úr húsinu gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins og var húsnæðið því næst reykræst.

Talsmaður slökkviliðins segir ekki víst að íkveikju hafi verið að ræða enda gæti eitthvað hafa lent óvart í tunnunni sem olli eldinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert