„Þetta er bara samningur sem rann út og við höfum fundið annað stað,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Frá og með 1. janúar 2015 hafa lausagönguhundar í Reykjavík ekki lengur athvarf á Hundahótelinu Leirum líkt og síðastliðin átján ár.
„Samningurinn var orðinn nokkuð gamall og gerði ráð fyrir miklu fleiri lausagönguhundum en þeim hefur sem betur fer fækkað að undanförnu. Við vorum þar af leiðandi að leigja mjög mikið af búrum sem við höfum ekki þörf fyrir lengur. Við komumst ekki að samkomulagi við Hundahótelið Leirum um það hvernig framhaldið ætti að verða og það er bara eins og gengur, það eru engin illindi,“ segir hún.