„Ef þú hittir Íslending sem segist ekki skoða Reddit, þá er hann að ljúga.“

Síðuflettingar á Reddit voru 71,25 milljarðar árið 2014.
Síðuflettingar á Reddit voru 71,25 milljarðar árið 2014. Reddit

Íslend­ing­ar skoðuðu vefsíðuna Reddit mest allra þjóða árið 2014 ef miðað er við höfðatölu en þetta er meðal þess sem kem­ur fram á bloggsíðu Reddit. Næst á eft­ir Íslandi kem­ur Kan­ada, svo Banda­rík­in, Svíþjóð og Ástr­al­ía. Á bloggsíðunni er ýms­um fróðleik um Reddit-árið 2014 gerð skil.

Reddit er afþrey­ing­ar-, frétta- og sam­fé­lags­miðill þar sem skráðir not­end­ur geta sent inn efni sjálf­ir, hvort sem það er texti eða teng­ill á aðra síðu. Not­end­ur síðunn­ar kjósa svo um það efni sem birt­ist á síðunni „upp“ eða „niður“ og stjórna þannig hve sýni­legt efnið er á síðunni. Efnið á síðunni er flokkað eft­ir svo­kölluðum sam­fé­lög­um (e. su­breddits).

Seg­ir þar að árið 2014 hafi flett­ing­ar á síðunni verið hvorki meira né minna en 71,25 millj­arðar, átta þúsund sam­fé­lög voru virk, „póst­arn­ir“ voru 54,9 millj­ón­ir tals­ins og at­huga­semd­ir á síðunni 535 millj­ón­ir.

Þá kusu not­end­ur síðunn­ar tengla í sam­tals 3,79 millj­arð skipti og at­huga­semd­ir í 2,01 millj­arð skipti.

Á mynd sem birt­ist með upp­gjör­inu seg­ir: „Ef þú hitt­ir Íslend­ing sem seg­ist ekki skoða Reddit, þá er hann að ljúga.“ Ekki skal full­yrt um sann­leiks­gildið í þeirri al­hæf­ingu Reddit-blogg­ar­ans en eitt er ör­uggt: Vefsíðan Reddit er vin­sæl meðal lands­manna.

Ísland er sú þjóð sem skoðar Reddit mest, ef miðað …
Ísland er sú þjóð sem skoðar Reddit mest, ef miðað er við höfðatölu. Af vef bloggsíðu Reddit
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert