Beina kvörtunum á sigmundur.david@hvaderadfretta.is

Ljósmynd/ Anna Lea Friðriksdóttir

Bréf til viðskiptavina Máls og menningar hefur vakið nokkra athygli á Facebook. Í því eru viðskiptavinir beðnir um að sýna þolinmæði vegna vinnu við verðbreytingar sökum hækkunar á virðisaukaskatti á bókum.

Öllu áhugaverðari er þó klausan sem ríkisstjórnin fær í lok bréfsins. Þar mótmælir starfsfólk Máls og menningar hækkun virðisaukaskatts ábókum með því að benda viðskiptavinum á að koma athugasemdum sínum á framfæri á netföngin sigmundur.david@hvaderadfretta.is, bjarni.ben@ihaldid.is og vanhaefrikisstjorn@althingi.is.

Svona hljómar bréfið í heild sinni:

Ágætu viðskiptavinir. 

Þann 1. janúar tók gildi breyting á virðisaukaskatti sem felur í sér að virðisauki á bókum hækkar úr 7% í 11%. Verið er að vinna að verðbreytingum innanhúss en sem stendur eru margar bækur enn verðmerktar á lægra verði en þær eru á afgreiðslukössum. Við vonumst til að klára verðbreytingar fljótt og örugglega en eins og gefur að skilja getur það tekið nokkurn tíma. Við biðjum því ykkur að sýna þolinmæði og skilning á meðan verkið er unnið.

Öllum athugasemdum má koma á framfæri á eftirfarandi netföng:

sigmundur.david@hvaderadfretta.is

bjarni.ben@ihaldid.is

vanhaefrikisstjorn@althingi.is

Kær kveðja,

Starfsfólk Bókabúðar Máls og menningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert