4,5 milljarða fjárfestingar

Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að fjárfestingar í nýsköpun í tæknigeiranum muni aukast hjá Símanum en þær hafa aukist hratt á undanförnum misserum og nema á þessu ári rúmum 4,5 milljörðum króna.

„Við gerum ráð fyrir að hlutfallið verði svipað á þessu ári og því næsta. Við erum meðal annars að fjárfesta í 4G, efla sjónvarp Símans og stytta leiðir fyrir neytendur í kerfinu okkar þannig að færri hendur þurfi t.d. í að meðhöndla reikninga og áskriftir o.fl. í þeim dúr. Fyrirtæki eins og Síminn getur aldrei leyft sér að slaka á taumunum,“ segir Orri .

Í umfjöllun um málefni Símans í framtíðinni í Morgunblaðinu í dag segir Orri. að Síminn ætli ekki að hækka verð á vörum sem fara úr 7% virðisaukaskatti í 11% núna um áramót, sem m.a. nær til sjónvarps Símans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert