Eldri félagar fögnuðu saman

Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur fögnuðu því í morgun að fimmtíu ár verða í ár liðin síðan Sigurður Þórðarson stofnaði deild eldri félaga innan kórsins. Hittust þeir við leiði Sigurðar í Fossvogskirkjugarði og heiðruðu hann með laginu Ísland, Ísland eg vil syngja, eftir Sigurð.

Dagsetningin var ekki úr lausu lofti gripin því Sigurður stofnaði Karlakór Reykjavíkur 3. janúar 1926, ásamt 36 félögum sínum. Frá þeim tíma var saga Sigurðar og Karlakórs Reykjavíkur samofin hvor annarri í 36 ár en frá árinu 1926 til 1962 var Sigurður stjórnandi kórsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert